Forréttabarinn býður upp á úrval ljúffengra smárétta í mismunandi stærðum úr fyrsta flokks íslensku hráefni – bæði úr fjöllum, sveitum og hafi. Réttirnir eru eldaðir og bornir fram af alúð, innblásnir af suður-evrópskum matarmenningarhefðum. Við mælum með að velja 2–3 rétti á mann – þannig er líka pláss fyrir girnilegan eftirrétt í lokin. Fjögurra rétta smakkseðlarnir okkar eru mjög vinsælir hjá okkar gestum enda eru þeir fjölbreyttir og afar freistandi.