forrettabarinn.svg

Vinalegi veitingastaðurinn þinn við gömlu höfnina í Reykjavík

Matseðill

Drykkir

Jólamatseðill

Um okkur

Forréttabarinn opnaði árið 2011. Staðurinn er í eigu og rekinn af Róbert Ólafssyni matreiðslumanni. Hann hefur starfað sem kokkur allt frá árinu 1994 á hótelum og á veitingastöðum um allan heim, þar á meðal á Íslandi, Þýskalandi, Bandaríkjunnum og Frakklandi.

Forréttabarinn er nútímalega hannaður en hátt er til lofts eins og gjarnan er í gömlum iðnaðarhúsnæðum. Minimalísk Skandinavísk hönnun í aðalrými með listaverkum – stórum gluggum og opnu eldhúsi. Barsvæðið er með viðarborðum smíðuðum úr gömlu bryggju timbri.

Húsnæði Forréttabarsins var byggt árið 1939 og hýsti um árabil, stálsmiðju, netaverkstæði og vörulager. Síðar tók Samband íslenskra listamanna húsið á leigu og innréttaði efri hæðir hússins undir vinnustofur listamanna. Síðla árs 2011 opnaði Forréttabarinn á helmingi jarðhæðarinnar og 2 árum síðar á allri hæðinni með nýjum bar.

Finndu okkur

Nýlendugata 14, 101 Reykjavík

Forréttabarinn er staðsettur í hjarta borgarinnar, í nálægð við höfnina en þessi skemmtilega staðsetning á stóran þátt í að skapa góðu stemninguna sem Forréttabarinn er vel þekktur fyrir.

GDPR Cookie Consent with Real Cookie Banner